Allir bílar menga

Flest fólk vill sennilega nýta takmarkaðar auðlindir skynsamlega og sýna umhverfinu nærgætni almennt. Til þess eru ýmsar leiðir, það sem að bílnum snýr er frekar einfalt, það þarf að nota þá minna. Áhrifaríkasta leiðin fyrir stjórnvöld til þess að takmarka notkun bíla er að gera notkun þeirra það dýra að venjulegt fólk hugsi sig vandlega um áður en það notar þá. Heilmiklir skattar eru á bílum og bílanotkun, en allir bílar menga. Hvatningin til minni notkunar felst þá í að hækka eldsneytisgjöld. Jafnframt mætti hækka innflutningsgjöld, þótt ekki bráðliggi á því. Þar kemur kreppan til hjálpar, enginn bílainnflutningur er fyrirsjáanlegur. Ríkisstjórnin metur svo hvort hvort þetta sé pólitískt óhætt fyrir hana.

Það gefur auga leið að þungir bílar og eyðslufrekir menga meira en léttir bílar og sparneytnir. Þeir eru dýrari í rekstri og venjulega dýrari í innkaupi. Stundum nota menn stóra bíla þar sem hægt væri að nota léttari og sparneytnari bíl. Það er væntanlega sú notkun sem ríkisstjórnin var að ræða. Góðærisleg lausn væri að lækka gjöld á sparneytnum bílum, þannig að fólk gæti átt bíl fyrir hverja notkun, lítinn skreppubíl, rúmgóðan ferðabíl, bíl til að flytja margt fólk, bíl til að flytja garðaúrgang í flokkunarstöð o.s.frv. Sú lausn er frekar dýr, a.m.k. í stofnkostnaði. Stundum þarf að nota stóra bíla, t.d. ef flytja á margt fólk eða mikinn varning. Strætó fellur í þann flokk. Strætó mengar líka, en styrkur hans liggur í því að hann getur flutt marga, þegar svo heppilega vill til að þeir séu nokkurn veginn á sömu leið. Erfiðleikarnir við að ná hagstæðum umhverfisáhrifum með góðum almenningssamgöngum eru hvað Reykjavík er strjálbyggð. Fáir eru á á ferðinni á flestum leiðum og ekki svarar kostnaði að láta strætó ganga að staðaldri. Fyrir vikið verða margar leiðir alltaf þannig að sæmilega hraust fólk er fljótara að ganga en fara með strætó.

Eftir umhverfisráðherra er haft: “Ísland má ekki verða amerísk bílaborg”. Ráðherrann þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu, Ísland er ekki borg og alls ekki amerísk borg. Reyndar er Reykjavík talsverð bílaborg, ef átt er við að hún sé svo strjált byggð að einkabílar séu besti kosturinn til þess að komast um. Besta leiðin til að laga það hefði verið að byggja meira fyrir aldamótin 1900, en það var ekki gert.

Ráðherrann segir líka: “Ísland er ekki svo miklu norðar en Danmörk að hjólreiðar ættu að geta orðið hluti af venjubundnum samgöngum hér á landi”. Þetta er ekki góð landafræði. Ísland er um 8 breiddargráðum norðar en Danmörk. Hver breiddargráða er 60 sjómílur. Það munar heilmikið um 4-500 sjómílur í norðlægri breidd. Veðrið er lakara, epli, eikartré og hveiti þrífast verr á Íslandi en í Danmörku, færri synda í sjónum. Verst er að það er ekki meðvindur í báðar áttir á hjólastígunum eins og frambjóðandi til bæjarstjórnar í Ârósum lofaði og var kosinn.

Það er góðra gjalda vert að hafa áhyggjur af útblæstri, en það er erfitt að stýra fólki yfir í samgöngumöguleika sem varla eru raunhæfir. Árangursríkara er að hvetja fólk til að keyra ekki nema þess þurfi og haga akstrinum þannig að eldsneyti sé ekki sóað.


mbl.is Vill skatta á mengandi bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Gaman að sjá að það séu sífelt fleiri  að hugsa á svipuðunum nótum og þú í pistlinum hérna.

Reyndar þá held ég að ekki skuli vanmeta raunhæfni hvorki almenningssamgna né hjólreiða á Íslandi, og þar á meðal ekki á höfuðborgarsvæðinu. 

Kannastu við þessi samtök  ? 

Morten Lange, 25.8.2009 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helgi Þórsson

Höfundur

Helgi Þórsson
Helgi Þórsson
Stærðfræðingur hjá Tryggingamiðstöðinni hf.

Nýjustu myndir

  • Himnastiginn (kvöldsól)
  • Botnssúlur og Ármannsfell
  • Langs eftir vegi 360
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband