Morgunblað hinna furðulega fyrirsagna

Á blaðsíðu 19 í dag (laugardag 10. jan.) er undirfyrirsögn á viðtali við Kristin Einarsson: “Vatnsauður landsins er ófullkannaður”. Þetta skilja allir velviljaðir lesendur, en orðið “ófullkannaður” er ekki góð íslenska, sennilega vegna samsetningarinnar: Ó-fullkannaður eða ófull-kannaður? Orðið “ófullkannaður” kemur ekki fyrir í viðtalinu sjálfu.

 

Á baksíðu föstudagsblaðsins er aðalfyrirsögn: “Hjól ekki leiktæki og undirfyrirsögn: “Slæmt hve margir líta á hjól sem leiktæki en ekki raunhæfan ferðamáta, segir formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur ”. Aðalfyrirsögnin er í besta falli villandi og er ekki beint úr viðtalinu. Þorri Íslendinga hefur átt fá betri leiktæki en reiðhjól. Formaðurinn er að boða það að reiðhjól séu fleira, nefnilega alveg raunhæfur ferðamáti sem þurfi sinn sess í samgöngukerfi borgarinnar, svo ég túlki viðtalið.

 

Sl. mánudag (5. jan.) var fyrirsögn framan á fasteignakálfi Morgunblaðsins: “Húðun í stað brota og bramls ”. Í fréttinni var talað við menn sem gera við frárennslislagnir, en orðalagið í fyrirsögninni er ekki haft eftir þeim. Venjuleg íslenska væri að segja: Húða í stað þess að brjóta og bramla. Fyrirsögnin, sem varð reyndar til þess að ég las fréttina, er einkenni nafnorðaveiki á nokkuð háu stigi. Þeir sem eru haldnir henni verða aldrei feigir, þeir bara hefja undirbúning andláts þegar koma stundarinnar nálgast.

 

Elsku Moggi, viltu vanda þig við fyrirsagnir.

 


Ósk um greiðsluríkt ár

Um 150 milljarðar sem falla á ríkissjóð vegna Icesave eru hálf milljón á hvern einasta Íslending. Heildarábyrgðir vegna innlána í erlend útibú íslensku bankana verða fimm sinnum hærri (700 ma. alls).

Fljótt á litið má giska á að þetta sé af sömu stærðargráðu og verðmæti bílaflota Íslendinga.

Bankarnir óska hverjum einasta Íslendingi greiðsluríks árs.

 


mbl.is Togast á um Icesave-kjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleysingafangi

Þetta heita afleysingar:

Mótmælandinn hafi hafið afplánun vararefsingar vegna tveggja sektardóma í ágústmánuði 2007 eins og  áður hafi komið fram. Vegna plássleysis í fangelsum ríkisins hafi hins vegar þurft að vísa honum frá eftir að hafa afplánað vararefsingu annars dómsins og þá gert ráð fyrir að hann afplánaði hinn dóminn síðar.


mbl.is Var ekki látinn vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Helgi Þórsson

Höfundur

Helgi Þórsson
Helgi Þórsson
Stærðfræðingur hjá Tryggingamiðstöðinni hf.

Nýjustu myndir

  • Himnastiginn (kvöldsól)
  • Botnssúlur og Ármannsfell
  • Langs eftir vegi 360
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband